Fyrst á réttunni og svo á röngunni. Þannig var gærkvöldið, þrususkemmtilegt.
Fór í stuðlegt Íslendingapartí hjá akureyringum nokkrum og var það alveg bráðskemmtilegt. Eins og sannir Íslendingar í útlöndum drukkum við nokkur Brennivínsskot. Það myndum við nú aldrei drekka heima hjá okkur. Verst að ekki hvorki var til ákavíti né saltstangir þannig að ógeðiskokteillinn var ekki á boðstólum. Enduðum á að fara á Felixx og svo karókíbarinn þar sem teknir voru nokkrir slagarar. Ekkert nýtt af nálinni undir sólinni.
Í dag fór ég í voða fansí kaffiboð hjá aðalræðismanni Íslands hér í Vínarborg og var það flott og fínt. Boðið var haldið í Lusthaus í garðinum Prater. Þar er tívolí sem Brónagh ætlar að eiga heima í og jafnframt get ég hresst uppá borðtennis hæfileika mína.
Í kvöld er ég að fara að hitta norska hressa stelpu sem heitir Gunnhild og erum við jafnvel að spá í að dansa svolítið. Það gæti nú verið stuðlegt.
Óver and át
Abonnieren
Kommentare zum Post (Atom)
5 Kommentare:
Hvað á það að þýða að vera ekki heima hjá sér á laugardagskvöldi til að spjalla á msn?
Og hver er þessi Gunnhild, hún kemur ekkert í staðin fyrir mig sko...
Hvenær koma draktarmyndir???
En gott að þú skemmtir þér, hljómar eins og heljarstuð í Vín.
iiii bara með einhverjar nýjar vinkonur!!!! En gott að það hljómar ekkert eins og þú sért að tot werden af leiðindum!!
Sif
Bíddööö á ekkert að blogga? Ég er búin að lesa þessa færslu svo oft að ég gæti skrifað ritgerð um hana...með inngangi, meginmáli og lokaorðum. Get líka sent þér krafbendils pistil ef þú vilt...
Þarna ertu þá kona ... átti að leyna blogginu fyrir saumó ...
Söknuðum þín sárlega á Austurvellinum um daginn, þú varst með okkur í anda ...
Kommentar veröffentlichen