Gvu eins gott að blogga núna svo ég verði nú ekki svona *eitt blogg í viku* týpan. Hér er allt hresst og meiraðsegja svo hresst að hann Alf Pojer júróvisjon fari með meiru verður með tónleika í kvöld. Veit ekki aaalveg hvort ég mæti.
Annars er frumflutningi á Ein bisshen Frieden lokið og ætlaði þakið að rifna af búllunni. Á karókí-staðnum hér er mikið um hornkellingar* af báðum kynjum.
Í kvöld ætla ég að fara í matarboð til Baddý og kærasta en Baddý er einmitt stúlkan sem skrifað er um hér fyrir neðan. Þau búa rétt hjá karókí staðnum þannig að ég veit ekki hvernig þetta fer allt saman. Um helgina er svaka festival á eyju sem heitir Donau-insel og hver veit nema ég sýni á mér loðna, hvíta leggina.
Auf wiedersehen
*Hornkellingar eru karókísjúklingar sem að syngja alltaf sama lagið, rooosalega vel og horfa svo sjálfsánægðir í kringum sig.
Abonnieren
Kommentare zum Post (Atom)
3 Kommentare:
Hornkellingar já....ég kannast við þessa týpu...verst af öllu eru þó týpurnar sem syngja svo vel að maður heldur að þetta sé af geisladiski..þoli það ekki...það verður að vera svona holur karókí-hljómur að mínu mati....
vá ég er svona eitt blogg á mánuði týpan. Var þér boðinn samningur eftir frammistöðuna?
Æji Kata viltu ekki bara koma heim? Er þetta ekki orðið gott bara?
Saaaaaakn!
Kommentar veröffentlichen