Hér hef ég nú þegar framið nokkra alvarlega glæpi. Þrátt fyrir að vera ekki með friðhelgi diplómata eða neitt slíkt. Ég er miður mín. Kemur hér upptalning á alvarlegum yfirsjónum mínum.
1. Fékk mér kaffi á Starbucks. Ekki gott hvorki á bragðið né fyrir hugsjónirnar. Sjón/menningarmengun hin mesta.
2. Fór á McDonalds. Ó Ó Ó hugsjónir mæ ess. Mér til málsbóta að þá fékk ég mér bara salat... og það var ekkert annað opið.... og... nei þetta er ekki að virka.
3. Sjitt ég get varla sagt frá þessu. Er alvarlega að spá í að kaupa mér gervi-crocks skó á 7 evrur. Kræst. Crocks er slæmt og gervi crocks þá væntanlega verri. Þeir eru rósóttir. Gera ógeðslega margir mínusar ekki örugglega plús?
Abonnieren
Kommentare zum Post (Atom)
4 Kommentare:
Tveir mínusar eru plús. Þannig að einn mínus í viðbót og þú ert komin með tvo plúsa. En þú ert nú bara ein í útlöndum að koma þér inn í allt þannig að það er nú flest fyrirgefið. En við höfum hærri væntingar eftir tvo mánuði. Ertu komin í drakt???
Þú sleppur í mínum bókum, þar sem ég reikna þessa skrítnu skó sem þú lýsir og Mickey D sem mínusum. Starbucks hef ég þó oft farið á og fundist kaffið þar fínt...vissi ekki að það væri rangt....
Hvað meinar´u!!!!!!! ég á gervi crocks og það er ógeðslega gott að ganga á þeim, ég fer stundum á McDonalds - mér finnst osturinn æðislegur og ég hef líka farið á Starbucks og fannst vanillakaffi fínt !!!!!! Er ég á leið til glötunar ??? Jæja þá er ég bara stollt af því :)
Ohhh hvað ég er fegin að það eru fleiri syndugir en ég.
Kommentar veröffentlichen