Sonntag, 8. Juli 2007

Ó Ó og Æ mig auma.

Er búin að vera sárlasin frá því á föstudagsmorgun. Upp og niður, you see, aðallega niður samt. Obb obb obb.

Þurfti að ganga þrautargöngu útí búð þar sem að ég var búin með klósettpappírinn og skil ég nú ésú á krossinum mun betur en áður. Skítt.

Er því búin að eyða helginni á hlaupum milli klósetts og svefnherbergis. Viljiði meiri upplýsingar?

Nú jæja þá. Hef ekkert getað borðað nema einstaka súkkulaðibita og er það ekki jafn glamúrös og það hljómaði í barnæsku . Þá ætlaði ég nú, eins og fleiri væntanlega, að borða súkkulaði í öll mál en hef nú skipt um skoðun.

Svo vorkenndi ég sjálfri mér svo mikið að ég lét hana mömmu mína hringja í mig til þess að vorkenna mér. Það er svo leiðinlegt að vera alveg ein um það að vorkenna sjálfum sér og best er þegar mammasín tekur þátt. Er mikið skárri í dag en líður þó enn eins og rúta hafi keyrt yfir mig. Ekki mjög hressilegt, þannig að vorkunn, miskunn og forkunn er velkomin í kommentum.

Nú ætla ég þó að sinna heimilisstörfum þeim er setið hafa á hakanum í veikindum.

Vonandi verður næsta blogg hressilegra en ykkur er velkomið að fara með þessa færslu ef ykkur vantar skemmtiatriði fyrir brúðkaup eða ættarmót. Gæti verið full gróft fyrir skírnarveislu en ég treysti ykkur til þess að taka þá ákvörðun.

Love and skitz

2 Kommentare:

Anonym hat gesagt…

já, einkunn miskunn vorkunn forkunn hafa öll tvö n í þolfalli...var það ekki reglan? Það er ekkert ömurlegra en að vera einn veikur í útlöndum og hafa ekki einu sinni neinn til að fara út í búð fyrir sig. hang in there girl.....ást og kossar...Guðný

Anonym hat gesagt…

Þú verður sko ógella mjó. Ýkt heppina að fá svona magapest og geta ekki borðað.