Samstag, 16. Juni 2007

Helgarfríí og karókíí

Nú er ég loksins búin að prufukeyra karókíið hér í Vín og er það með mestum ágætum. Stór hluti laganna eru þó einhverjir austurrískir slagarar sem að eru örugglega svona innlendir Mannakorn og Gylfi Ægis. Ég hef að mestu haldið mig frá þeim lögum. Stefnan er þó tekin á að taka Ein bishen Frieden einhvern góðan veðurdag.

Veðrið er rosalega gott og fínt. Ég er þó enn fölblá á lit en vonandi breytist það með tímanum. Kannski ég hætti að maka á mig SPF 20 ef það á að takast. Á morgun er náttúrulega 17. júní og ég er búin að prenta út textann við hæ hó jibbí jæ. Í 10 eintökum ef að ég hitti einhverja sem vilja syngja með. Íslendingafélagið hér er með eitthvað gill og aldrei að vita nema ég skelli mér.

Talandi um Íslendinga. Við Palli vorum hér á göngu að ræða lífið eins og það leggur sig þegar ung stúlka kemur hlaupandi á eftir okkur. Það tók okkur smá stund að átta okkur á því að hún var að kalla: afsakið afsakið sem er náttúrulega íslenska (er búin að vera svo lengi erlendis, búin að gleyma tungumálinu, textanum við hæ hó jibbí jæ og byrjuð að jacka alveg á fullu). Hún er nýflutt til Vínar og verður gaman að kynnast henni.

Jæja, nú ætla ég að sturta mig en ætla mér útúr húsi í kvöld. Gvuð einn veit uppá hverju ég tek. Er að fara að hitta norska stelpu sem heitir Gunnhild og Palla kollega. (Blessaður kollegi). Það er eitthvað seventís og eitís ball sem gæti verið hressilegt. Ætla að reyna að forðast barinn þar sem að við Palli gáfum barþjónunum rósir. Þeir halda nefnilega að við séum eitthvað biluð.

Tjaó

6 Kommentare:

Anonym hat gesagt…

Getum við tekið We are the world? Svona í anda alþjóðasamskipta? Búin að hringja í Kofa, hann mætir, nú má sko sprella því hann er hættur!

Guggan hat gesagt…

flott fyrirsögn hjá þér og hún rímar! You´re a poet and didn´t know it...

Anonym hat gesagt…

jæja góða, bara byrjuð að blogga og lætur mig ekki vita fyrr en á þriðju færslu...meiri vinkonan..ég sem ætlaði að gefa þér ekta crocks í afmælisgjöf...þú getur gleymt því vinan....

Anonym hat gesagt…

ps. geturu ekki tekið þetta fatlaða í burtu? það er so erfitt að kommenta....mér tekst alltaf að klúðrissu...kannski kann ég bara ekkert að lesa

Sigga hat gesagt…

Sjett já hvað þú ert lélegur látivitari, var að fatta þetta blogg eftir krókaleiðum!
En hvað um það, allt er gott sem endar vel og allt það kjaftæðið.
Ég eldaði dýrindis súpu í gær og bakaði brauð og maukaði hummus en samt var ekkert súpudeit og setti það örlítinn sorgarbrag á annars ágætis jét.
Við hjónin kættumst þó seinna um kvöldið þegar í rúmið var komið og prumpin tóku völdin, ákaflega spennandi og gefandi kvöldskemmtan get ég sagt þér.
Held það nú.
Jæja, þá er ég farin út að kjaga, á mér stefnumót við stúlkurnar á kaffihúsi.
Um að gera að nýta tímann áður en mar verður kellíng með krakka.
Díseskræst, hvað er mar búinn að koma sér útí?!?!?!?!?!!
fokk.

Anonym hat gesagt…

WOW...velkomin í heim alnetsdagbóka og samskipta!!! Håber det går godt þarna í útlandinu, kveðja frá Danó-útlandinu ; ) Gyðan