Sonntag, 10. Juni 2007

Hressileg

Já já. Mjög hressileg.

Nú er ég í Vín og það er nú aldeilis hressilegt. Í dag er sunnudagur og þá er barasta eiginlega allt lokað. Já ég meina það, en lúðalegt. Fyrir utan hvað það er forkastanlegt að ætlast til þess að venjulegt fólk geti hugsað og framkvæmt fram í tímann. Hvað yrði um Ísland ef að Smáralind og Kringlan væru lokuð á sunnudögum? Bylting borgaranna? Við höfum svo gaman af því að borga.

Ég ætlaði að sóla fölbláan kropp minn í dag. Nema að það var haglél. Jú víst. 25°c og haglél, þetta hlýtur að vera merki um að við séum stödd á highway to hell í boði global warming. Þannig að þess í stað náði ég að svindla mér inn á þráðlaust net hjá einhverjum öreiganum og nýti mér það til fullnustu í haglinu.

Hér er ég búin að vera í 6 daga og búin að villast ansi oft. Rýmisskynjun mín er ansi slök og einskorðast greinilega ekki við að þekkja varla muninn á hægri og vinstri heldur verð ég til dæmis alltaf að nota sama uppganginn úr neðanjarðarlestinni því annars gæti ég allt eins verið í annarri borg og veit ekkert hvar ég er.
Ég bý í herbergi rétt við stóra verslunargötu sem heitir Mariahilfenstrasse og þar má finna góða félaga á borð við H&M, Body Shop, McDonalds og KFC. Ég fór á KFC og má sá kjúklingur skammast sín. Ojojoj. Ekki hamingjusamur kjúklingur og ekki náðu 11 kryddtegundir ofurstans að dylja óhamingjusama ævi kjúllans. H&M stóðu hins vegar algjörlega fyrir sínu.

Noh! og ég er líka búin að finna hressilegan karókíbar til þess að stytta mér stundir. Hef ekki enn sungið en þess er vart langt að bíða. Annars er vart þverfótað fyrir börum og knæpum hérna, mætti halda að þeim falli vel sopinn Austurríkismönnum, konum og börnum. Fór á bar með hinum íslenska starfsnemanum hérna og við drukkum mikið. Svo er það jú.

Hress í bili (oj hvað ég er hallærisleg)

2 Kommentare:

Guggan hat gesagt…

Jaaa hallooooo! Ich bin die erste kommentarin, ganz cool!
die gúga

Guggan hat gesagt…

Þú ert ekki hallærisleg. Dj bóbó er hallærislegur. Ekki segja austurríkismönnum það samt.