MMMM munið að borga afnotagjöldin.
Matarboðið var hreint út sagt unaðslegt. Baddý og Cristoph búa í svaka fansí penthouse íbúð í hjarta borgarinnar og eru með 60 fermetra verönd. Ú la la. Nú ekki nóg með það heldur eiga þau svakalegasta grill sem ég hef nokkurn tímann séð. Þetta er svona risa teinn sem að snýst yfir eldi og er þar hægt að grilla heilu svínsskrokkana. Nú eða sebrahesta og óþekka krakka. Í þetta skipti voru kjúklingar fórnarlömbin og kann ég kjúklingunum góðar þakkir fyrir fórnina. Þetta geta þeir.
Annars er ég bara búin að lufsast þessa helgi. Fór á markað með Palla og keyptum við ávexti í tonnavís. Við ætlum nefnilega að vera í hollustunni í framtíðinni. Ó já. Á markaðnum kenndi ýmissa grasa og er þar hægt að kaupa allan fjandann á slikk og sleikjó. mmmm.
Svo hékk ég heima á laugardagskvöldið og afþakkaði meðal annars tvö partýboð og ferð á karókíbarinn. Þess í stað horfði ég á nokkra Ugly Betty þætti og svo ANTM. Það er ekki það sama að horfa ein á ANTM, einhvern veginn verð ég að hafa Eoghan með mér til þess að gera gys að stelpulufsunum. Oh ég sakna Eoghan og Brónu mikið mikið. Og ykkar hinna líka, auðvitað.
Nú ætla ég að koma mér útúr húsi og fara að halda áfram að lufsast um borgina. Lufsur allra landa sameinist
Abonnieren
Kommentare zum Post (Atom)
3 Kommentare:
aaaa gott er að lufsast...ég lufsaðist einmitt í gær um allan bæ og át Zaytoon döner og fékk mér öllara.....geturðu ekki stofnað sendiráð í Dublin bara...það eru svo margir íslendingar hér sem þarfnast hjálpar.....
Gvu já. Þá ætla ég einmitt að vera með skrifstofu fyrir ofan Zaytoon. Best í heimi
Ekki lufsast það mikið að þú gleymir að blogga samt....
Kommentar veröffentlichen